*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 15. október 2005 16:15

169 metra löng göngubrú

verið að leggja lokahönd á göngubrýrnar yfir Hringbraut og Njarðargötu

Ritstjórn

Göngubrýrnar yfir Hringbraut og Njarðargötu eru mikil mannvirki. Lengsta brúin er 169 metrar að lengd en hinar styttri eru 85 og 756 metra langar. Auk þess var byggð 9 metra brú yfir Vatnsmýrartjörn. Ásýnd brúnna er einkar athyglisverð og hefur vakið óskipta athygli vegfarenda að undanförnu. Brýrnar eru steyptar úr hvítri steypu, sem er venjuleg steypa blönduð kísilryki til að fá hvíta litinn. Handriðin eru úr ryðfríu stáli og setja mikinn svip á götumyndina.

Eykt ehf. hefur undanfarna mánuði haft það verkefni með höndum að byggja steypt mannvirki við Hringbraut, þ.e. göngubrýr, undirgöng, stoðveggi ofl. Verkefni Eyktar ehf. er hluti af verkinu Færsla Hringbrautar sem unnið er í samvinnu við Háfell ehf. sem jarðvinnuverktaka.

Verkkaupar eru Vegagerðin og Reykjavíkurborg.

Framkvæmdir við færslu Hringbrautar eru langt komnar. Vinnu við undirgöng og stoðveggi er lokið og bygging göngubrúa er á lokastigi. Búið er að steypa síðustu brúarsteypu og einungis er eftir frágangsvinna í verkhluta Eyktar ehf.

Tvenn undirgöng tilheyra verkefni Eyktar ehf. Önnur þeirra eru um 20 metra löng í nýrri slaufu af Bústaðarvegi og er þeim göngum loki. Hin göngin eru 25 metra löng og liggja undir Snorrabraut við gatnamót gömlu Hringbrautar. Samhliða undirgöngunum hefur Eykt ehf. byggt um 400 metra af stoðveggjum.

Áætluð verklok við færslu Hringbrautar eru 5. nóvember 2005.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim