Pizzastaðurinn Neó Pizza mun brátt opna nýjan veitingastað við Laugaveg 81 en staðurinn leit fyrst dagsins ljós í Hafnartorg Gallery sumarið 2022. Neó Pizza er systurstaður Flatey Pizza, sem opnaði árið 2017 og hefur nú fimm útibú.

Sindri Snær Jensson er einn eigenda Neó Pizza ásamt Hauki Má Gestssyni, framkvæmdastjóra Reykjavík-Napólí ehf. Ásamt þeim eru í eigendahópnum Brynjar Guðjónsson og Jón Davíð Davíðsson. Ásamt fyrrnefndum pizzastöðum á Sindri einnig eignarhluti í Húrra, Gaeta Gelato, Auto og Yuzu.

Neó Pizza sérhæfir sig í pizzum í upprunalegri New York-mynd. Þá er ekki átt við klassískar New York-pizzasneiðar sem margir þekkja, heldur gamaldags pizzur sem fengu áhrif sín bæði frá Napólí og frá New York.

Veitingastaðurinn notast við San Marzano tómata og er osturinn blanda af ferskum mozzarella og hefðbundnum osti. Sindri segir að deigið sé einnig búið til á staðnum frá grunni og að það sé kaldhefað í nokkra daga sem skili frá sér meira bragð og sérstakri áferð.

Nánar er fjallað um Neó Pizza í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.