Bjarki Sigurðsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í einkabankaþjónustu Kviku. Bjarki hefur starfað í einkabankaþjónustu og verðbréfaráðgjöf hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kviku.

Markmið einkabankaþjónustu Kviku er að starfa með viðskiptavinum sínum langtímauppbyggingu eignasafna auk þess að annast persónuleg fjármál. Á síðustu mánuðum hafa fjölmargir fjárfestar og sparifjáreigendur bæst í hóp viðskiptavina eignastýringar Kviku. Eignir í stýringu hafa vaxið umtalsvert og nema nú um 135 milljörðum króna. Þeim fjármunum er fjárfest hérlendis og erlendis í öllum helstu eignaflokkum og mörkuðum. Þrjú ár í röð hefur eignastýringarþjónusta Kviku verið valin sú besta á Íslandi af breska fjármálatímaritinu World Finance.