*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 18. nóvember 2018 23:21

Bruninn í Hafnarfirði litar afkomu Sjóvár

Afkoma Sjóvár versnar vegna brunans við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um helgina.

Ritstjórn
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sjóvá gerir ráð fyrir að samett hlutfall félagsins, hækki úr 95% í 100% á þessum ársfjórðungi vegna brunans í atvinnuhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um helgina. Þá hefur áætlað samsett hlutfall ársins hækkað úr 97% í 98%. Samsett hlutfall er skilgreint sem tjónakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum. Ef það er yfir 100% þá er rekstrarkostnaðurinn hærri en iðgjöld viðkomandi tryggingafélags.

Vegna endurtryggingasamninga takmarkast eigin áhætta Sjóvár í brunatjónum við 200 milljónir króna. Brunabótamat húsins samkvæmt vef Þjóðskrár Íslands er tæplega 320 milljónir króna.

Stikkorð: Sjóvá