Davíð Cameron, ætlar að hætta sem forsætisráðherra Bretlands eftir ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild landsins að Evrópusambandinu.

Situr þangað til nýr formaður er kjörinn

Cameron barðist fyrir áframhaldandi aðild eftir að hafa reynt að semja um tilslakanir frá sambandinu um meiri sjálfstjórn landsins í ákveðnum málum, en beið lægra haldi í kosningunum í gær. Sagði Cameron að hann myndi reyna að rétta kúrsinn á næstu vikum en það þyrfti nýja stjórnendur.

Sagði hann þetta á blaðamannafundi í morgun þar sem hann tilkynnti að hann myndi sitja fram að nýju formannskjöri í Íhaldsflokknum í Október. Sagði hann að það væri hlutverk nýs forsætisráðherra að semja við Evrópusambandið og virkja grein 50 í Lisbon samningnum, sem þá myndi gefa Bretlandi tvö ár til að semja um útgönguna.

Seðlabankinn tilbúinn að auka stuðning

„Breska þjóðin hefur kosið að ganga úr Evrópusambandinu, og vilji þeirra verður að virða,“ sagði Cameron. „Vilji Breta er fyrirskipun sem verður að framfylgja.“

Seðlabankastjóri Englands, Mark Carney, sagði að breskir bankar hefðu nægt fjármagn til að halda áfram að lána til fyrirtækja og einstaklinga en hann bætti jafnframt við að bankinn væri tilbúinn að lána 250 milljarða punda í aukinn stuðning.