*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Erlent 15. ágúst 2017 17:24

Dregur lítillega úr hagvexti í Þýskalandi

Hagvöxtur í Þýskalandi mældist 0,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Ritstjórn

Verg landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 0,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt tölum frá hagstofu landsins. Dróst hagvöxtur saman um 0,1 prósentustig frá ársfjórðungnum á undan þegar hann mældist 0,7%.

Hagvöxtur í landinu nam 2,1% á síðustu 12 mánuðum. vöxturinn á ársfjórðungnum var drifinn áfram af einka- og samneyslu auk fjárfestingum fyrirtækja. Á móti varð aukinn innflutningur til þess að draga úr vexti á tímabilinu.

Í frétt BBC er haft eftir hagfræðingnum Alexander Krueger tölurnar sýnir sterka stöðu þýska hagkerfisins og að uppsveiflan í landinu sé að halda áfram. Sagði hann einnig að lágir stýrivextir Seðlabanka Evrópu örvuðu stærsta hagkerfi evrusvæðisins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim