*

laugardagur, 19. janúar 2019
Erlent 15. ágúst 2017 17:24

Dregur lítillega úr hagvexti í Þýskalandi

Hagvöxtur í Þýskalandi mældist 0,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Ritstjórn

Verg landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 0,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt tölum frá hagstofu landsins. Dróst hagvöxtur saman um 0,1 prósentustig frá ársfjórðungnum á undan þegar hann mældist 0,7%.

Hagvöxtur í landinu nam 2,1% á síðustu 12 mánuðum. vöxturinn á ársfjórðungnum var drifinn áfram af einka- og samneyslu auk fjárfestingum fyrirtækja. Á móti varð aukinn innflutningur til þess að draga úr vexti á tímabilinu.

Í frétt BBC er haft eftir hagfræðingnum Alexander Krueger tölurnar sýnir sterka stöðu þýska hagkerfisins og að uppsveiflan í landinu sé að halda áfram. Sagði hann einnig að lágir stýrivextir Seðlabanka Evrópu örvuðu stærsta hagkerfi evrusvæðisins.