*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 24. maí 2017 12:05

EFLA flytur í nýtt húsnæði á Norðurlandi

EFLA flytur starfsstöð sína á Norðurlandi að Glerárgötu 32.

Ritstjórn

Verkfræðistofan hefur flutt starfsstöð sína á Akureyri og er nú staðsett að Glerárgötu 32. Starfsmenn fyrirtækisins á norðurlandi er 23 talsins og stefnt er á að fjölga þeim en frekar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem EFLA sendi frá sér.

EFLA verkfræðistofa er alhliða ráðgjafarfyrirtæki í verkfræði, tækni og tengdum greinum með yfir 350 starfsmenn. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í starfsemi verkfræðistofa á landsbyggðinni og starfa samtals 70 starfsmenn utan höfuðborgarsvæðisins. Hjá öllu fyrirtækinu starfa samtals 350 starfsmenn.

Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að viðskiptavinir EFLU spanni flest svið samfélagsins, bæði opinbera aðila, stofnanir og fyrirtæki og í raun atvinnulífið allt í sinni fjölbreyttustu mynd. Fyrirtækið rekur meginstarfsemi sína á Íslandi, en um þriðjungur af veltu EFLU hefur á undanförnum árum komið frá erlendum verkefnum. Stærsti hluti erlendra verkefna eru í Noregi, sem að hluta eru unnin frá Íslandi og að hluta í Noregi. 

Stikkorð: Akureyri EFLA