*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 4. september 2012 12:55

Eggert: Er bara starfsmaður í þjálfun

Nýr forstjóri N1 fer varlega í yfirlýsingar og skoðar nú tækifæri til framfara í rekstrinum.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Eggert Benedikt Guðmundsson settist í forstjórastól N1 á dögunum. Fyrirtækið hefur nýverið gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og hefur eignarhald félagsins breyst töluvert. Hermanni Guðmundssyni var vikið frá störfum og er Eggerti ætlað að koma rekstrinum endanlega á réttan kjöl. Hann segir reynsluna frá HB Granda nýtast vel í verkefnið en vill lítið segja um áherslubreytingar, enn sem komið er.