Töluverðar hræringar hafa verið í starfsmannahaldi hjá verslunar- og þjónustufyrirtækinu N1 að undanförnu. Eggert Benedikt Guðmundsson lét af störfum í síðustu viku sem forstjóri félagsins og Eggert Þór Kristófersson fjármálastóri tók við starfi forstjóra. Í febrúarmánuði lét Halldór Harðarson af störfum sem framkvæmdastjóri markaðssviðs og tekið við starfi markaðsstjóra Arion banka. Nú hefur Ingunn Sveinsdóttir einniglátið af störfum sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs eftir níu ár hjá félaginu.

Á síðasta ári var Eggert Benedikt með 55,9 milljónir í árslaun en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins lækka forstjóralaunin um 30% við þessi skipti. Eggert Þór var með 33,8 milljónir á síðasta ári sem fjármálastjóri en hækkar samkvæmt þessu um 5 milljónir. Munur á launum forstjóra og fjármálastjóra er oft á tíðum ekki mikill eins og hjá Icelandair þar sem 20% munur er á launum. Hjá öðrum félögum er munurinn oft hærri eins og hjá Eimskip og N1. Eggert Benedikt var með um 65% hærri laun en fjármálastjóri. Eggert Þór segir á léttum nótum að það sjáist í ársskýrslu félagsins að hann sé ódýri forstjórinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .