Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla Motors óttast að mannkynið hafi styttri tímaramma til að ferðast til rauðu plánetunnar Mars en hann hafði áætlað áður.

Musk talaði um að ef ekkert yrði gert í öfgatrúarhópum á borð við ISIS - og jafnframt ekkert gert í kjarnavopnaeignum heimsveldanna - gæti allt stefnt í enn eina heimsstyrjöld á plánetunni Jörð.

„Ég held að við verðum að gera okkur grein fyrir því að það sé möguleiki á því að heimsstyrjöld brjótist úr á ný,“ sagði Musk í viðtali við GQ. „Ef kjarnavopn eru notuð í miklum mæli í heimsstyrjöld gæti það leitt af sér félagslega andspyrnuhreyfingu við tækniþróun.“

Musk, sem er stofnandi og eigandi fyrirtækisins SpaceX - félags sem starfar að því að gera geimskip og eldflaugar fjölnota og aðgengilegar almenningi - óttast að mennirnir muni ekki ná að heimsækja Mars áður en við þurrkum út allt líf á Jörðinni í kjarnavopnastríði.

Musk bætir svo við að ekki sé alslæm hugmynd að koma á fót mannlegum nýlendum á rauðu plánetunni. „Þú gerir afrit af tölvugögnunum þínum til vara, til að fyrirbyggja algjört tap ef eitthvað slæmt gerist. Hví gerum við ekki slíkt hvað lífið varðar, að sama sinni?“