Gjaldþrotaskiptum Kántrýbæjar á Skagaströnd hefur verið lokið, en ekkert fékk upp í lýstar kröfur sem námu rétt rúmlega 2,3 milljónum króna.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í lok mars kvað Héraðsdómur Norðurlands upp um gjaldþrotaskipti yfir félaginu sem skráð er á Hólanesvegi 11 Skagaströnd. Þar var lengi samnefndur veitingastaður til húsa sem rekinn var af Hallbirni Hjartarsyni, sem einnig rak samnefnda útvarpsstöð.

Veitingastaðurinn var rekinn í tæplega 400 fermetra bjálkahúsi sem þá var auglýst til sölu á fasteignavef mbl, en ásett verð var 33 milljónir króna. Samkvæmt DV er húsið nú til sölu á vegum Fasteignasölu Reykjavíkur en það er í eigu félagsins Villta vestri ehf, sem sé að fullu í eigu Hallbjarnar.