*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 14. janúar 2018 16:32

Færsla Zuckerberg reynist honum dýr

Nýjasta Facebook færsla Mark Zuckerberg kostaði hann 3,3 milljarða dala en í henni tilkynnti hann um breytta stefnu fyrirtækisins.

Ritstjórn
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
epa

Nýjasta Facebook færsla Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra Facebook virðist ætla að verða honum dýr. Frá því er greint á vef Bloomberg. 

Eignir Zuckerberg lækkuðu um 3,3 milljarða dala eftir að hann greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins um að hækka hlutfall færslna frá fjölskyldu og vinum sem notendur samskiptamiðilsins sjá á kostnað færslna fyrirtækjum og fjölmiðlum. 

Hlutabréfaverð Facebook lækkaði um 4,5% í kjölfar þess að hann birti færsluna en stór hluti af auði Zuckerberg liggur í hlutabréfum Facebook. Hann þarf þó ekki að örvænta því eignir hans eru áfram metnar á 74 milljarða dala. Hins vegar missti hann fjórða sætið yfir ríkustu menn heims til spænska smásalans Amancio Ortega.