Miðvikudagur, 2. desember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gengi bréfa Atlantic Petroleum niður um rúm 6%

25. júní 2012 kl. 16:29

Bjallan í Kauphöllinni.

Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl.

Gengi hlutabréfa færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum féll um 6,34% í fremur litlum viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Greint var frá því á föstudag að hlutabréf fyrirtækisins verði tekin út úr nýrri samsetningu á Úrvalsvísitölunni eftir mánaðamótin.

Á sama tíma lækkaði gengi Marel um 1%, gengi bréfa Össurar um 0,48% og Icelandair Group um 0,47%. Rétt rúmlega 3,3 milljarða króna viðskipti voru með hlutabréf flugrekstrarfélagsins en það er í samræmi við sölu á hlut Íslandsbanka í félaginu fyrir helgi.

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Haga um 0,56%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,72% og endaði það í 1.034 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan seint í apríl.Allt
Innlent
Erlent
Fólk