*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 16. mars 2017 17:17

Gylfi: Mikil ábyrgð

„Með þessari ákvörðun núna eru stjórnvöld og Seðlabankinn að gangast undir mikla ábyrgð gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu varðandi stjórn efnahagsmála,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.

Trausti Hafliðason
Haraldur Guðjónsson

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al­þýðusambands Íslands, segir aðstæður til að afnema höftin núna góðar. Seðlabankinn búi yfir miklum gjaldeyrisforða og mikill vöxtur sé í atvinnulífinu.

„Það var því sjálfsagt að nýta þessar aðstæður,“ segir Gylfi. „Þó við hefð­um á sínum tíma viljað fara aðra leið til að verja okkar gjaldmiðil en að setja hér á höft þá verður ekki litið framhjá því að höftin voru mjög mikilvæg aðgerð. Þau voru sérstaklega mikilvæg fyrir almenning í landinu því þau voru auðvitað sett til að hindra mikið fall krónunnar.

Með þessari ákvörðun núna eru stjórnvöld og Seðlabankinn að gangast undir mikla ábyrgð gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu varðandi stjórn efnahagsmála. Seðlabankinn lækkaði ekki vexti og það kom mér ekki á óvart. Í þeim mikla vexti sem er þá held að fólk hljóti að vera sammála því að það er hagstjórnarþörf.

Það hefur aldrei tekist vel hjá okkur að láta vöxtinn vera hömlulausan því það hefur alltaf komið í bakið á okkur. Seðlabankinn er einfaldlega að segja að með þennan mikla hagvöxt þá sé ekki ástæða til að slaka mikið á vöxtunum. Þetta þýðir að það þarf eitthvað annað koma til og það hefur ríkisstjórnin ekki kynnt,“ segir Gylfi. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim