*

þriðjudagur, 19. júní 2018
Innlent 16. júlí 2017 15:04

Hagnaður BBA legal dregst saman

Eigið fé félagsins drógst einnig saman um rúm 54%.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hagnaður lögfræðistofunnar BBA legal dregst saman um 89% á milli ára eða úr rúmum 263 milljónum króna árið 2015 í tæpar 27 milljónir árið 2016, þetta kemur fram í óendurskoðuðum ársreikningi félagsins sem birtur hefur verið fyrir árið 2016.

Eigið fé félagsins drógst einnig saman um rúm 54%, eða úr 264 milljónum króna í tæpar 120 milljónir króna. Handbært eigið fé í lok árs nam 52 milljónum króna samanborið við tæpar 236 milljónir króna síðasta ár.