*

sunnudagur, 16. desember 2018
Innlent 7. desember 2018 13:18

Heimsferðir semja við Travel Service

Heimsferðir hafa gengið frá samningum við Travel Service fyrir allt leiguflug í vor-, sumar- og haustáætlun félagsins fyrir árið 2019.

Ritstjórn

Heimsferðir hafa gengið frá samningum við flugfélagið Travel Service fyrir allt leiguflug í vor-, sumar- og haustáætlun félagsins fyrir árið 2019.  Flogið verður m.a.  til Krítar, Costa del Sol, Tyrklands, Alicante, Ítalíu, Króatíu og Tenerife. Ferðaskrifstofan greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

Félagið flýgur glænýjum  Boeing 737 - 800 Max flugvélum, sem hafa  það flugþol sem þarf til að geta flogið beint á alla áfangastaði Heimsferða án millilendingar. Travelservice hefur flogið árum saman fyrir Heimsferðir við góðan orðstír, er eitt af stærstu flugfélögum í Evrópu með 78 flugvélar og er jafnframt eigandi Czech Airlines.

Frá og með vorinu mun flugvél félagsins verða staðsett á Íslandi og fljúga alla daga í morgunflugi til sólaráfangastaðanna ásamt fjölda borgarferða í vor og haust.

Heimsferðir buðu áður upp á flug með Primera Air en eftir gjaldþrot flugfélagsins í byrjun októbermánaðar þurfti ferðskrifstofan að leita á nýjar slóðir.