*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 26. júní 2018 20:02

Ísland úr leik á HM

Ísland tapaði gegn Króatíu 2-1 og er því draumurinn um að komast í 16 liða úrslit á HM úti.

Ritstjórn
Hannes Þór Halldórsson sársvekktur í leikslok.
epa

Íslenska landsliðið laut í lægra haldi gegn því Króatíska á leikvanginum Rostov Arena á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi. Endaði leikurinn í tveimur mörkum gegn einu Króötum í vil. 

Það var Milan Badelj sem skoraði mark fyrir Króatana þegar annar hálfleikur var nýbyrjaður. Íslendingar náðu síðan að jafna leikinn á 76 mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu. 

Þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum komust Króatar yfir þegar Ivan Perisic skoraði og þar með varð draumur Íslendinga að komast í 16 liða úrslit að engu. 

Á sama tíma og Ísland mætti Króötum fór fram leikur þar sem Argentína mætti Nígeríu. Hann endaði í stöðunni 2:1 Argentínu í vil en Argentínumenn komust yfir þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Það er því Argentína sem fylgir Króatíu upp úr riðlinum í sextán liða úrslit mótsins.