*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 6. apríl 2019 11:05

Jafni sig fljótt á falli Wow

Ásgeir Jónsson telur að ferðaþjónustan geti jafnað sig á nokkrum mánuðum á falli Wow verði ekki smitáhrif í aðrar greinar.

Ingvar Haraldsson
Ásgeir Jónsson.
Haraldur Guðjónsson

Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að þróunin næstu misseri muni að miklu leyti velta á því hvort samdráttur í ferðaþjónustu smitist út í aðrar atvinnugreinar. „Það er búið að vera hraður vöxtur í  ferðaþjónustu undanfarin ár. Þegar það er svona hraður vöxtur er áherslan á vöxt en ekki beinlínis rekstur. Mörg þessara fyrirtækja hafa þanist hratt úr, bæði tekið peninga að láni og ráðið töluvert af fólki. Svo kemur eitthvert bakslag og þá þurfa þessi fyrirtæki að fara yfir reikningana hjá sér og fækka fólki,“ segir hann.

„Hættan er að það verði ákveðin keðjuverkun í kerfinu. Samdráttur í ferðaþjónustu leiði út í ákveðnar greinar og þær fari að dragast saman sem smiti áfram út frá sér,“ segir Ásgeir. Birtingarmyndin gæti orðið að áföll í ferðaþjónustunni valdi því að frost verði á fasteignamarkaði og Íslendingar haldi að sér höndum í neyslu sem hafi áhrif um allt hagkerfið. „Ef þetta eru bara aðilar í ferðaþjónustunni ætti ekki að taka svakalega langan tíma að vinna úr því,  hugsanlega sex mánuði,“ segir Ásgeir.

Starfsmenn Wow fái störf

Ásgeir bendir á að stjórnvöld hafi gefið fyrirheit um að bregðast við stöðunni með auknum útgjöldum. „Það eru tækifæri fyrir stjórnvöld að bæta í innviðafjárfestingar. Þar er talsvert af verkefnum sem þarf að fara í,“ segir hann. Þróun á gengi krónunnar ráði töluvert miklu um hve hröð aðlögunin verði. „Lægra gengi krónunnar skapar verðbólgu en á sama tíma örvar það hagvöxt, það mun leiða til þess að ferðaþjónustan kemst fyrr í gegnum þetta og getur fyrr byrjað að vaxa,“ segir hann. Gengi krónunnar hefur ekki tekið miklum breytingum frá falli Wow air í síðustu viku, en benda má á að undanfarið ár hefur gengi krónunnar veikst um 13% gagnvart evru og 24% gagnvart Bandaríkjadal.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: krónan Wow air ferðaþjónustan
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim