Mat Reitunar á lánshæfi Orkuveitunnar hefur hækkað um einn flokk, úr i.A1 í i.AA3.

Í matinu segir að OR sé aftur að verða eitt stærsta og traustasta fyrirtæki landsins. Aðgerðir stjórnar og stjórnenda í að ná fyrri styrk hefur gengið samkvæmt áætlun, og gott betur, og nú þegar hafi stórir áfangar náðst. Allar forsendur eru að óbreyttu til staðar til að ná þeim markmiðum sem félagið stefnir að á næstu árum um lága skuldsetningu, sterkara lausafárhlutfall, minni markaðsáhættu og trausta rekstrarframlegð.

Einnig kemur fram að ytri umhverfisþættir hafi að mestu spilað með félaginu þar sem aukin ásókn er í endurnýjanlega orku og aukin eftirspurn er eftir heitu og köldu vatni.