*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 28. júlí 2018 11:45

Mesta verðhrun á einum degi

Markaðsvirði eins félags hefur aldrei lækkað jafn mikið á einum degi eins og Facebook á fimmtudag.

Ritstjórn
epa

Eins og greint var frá á fimmtudag lækkaði hlutabréfaverð Facebook um rúm 19% á einum degi eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Var megin ástæða lækkunarinnar minni vöxtur í tekjum og notendum en spár höfðu gert ráð fyrir. Þá greindu forsvarsmenn fyrirtækisins einnig frá því að þeir gerðu ráð fyrir hægari vexti en áður.

Áður en markaðurinn opanði á fimmtudag stóð markaðsvirði Facebook í um 630 milljörðum dollara en í lok dags nam markaðsvirðið 510 milljörðum og lækkaði þar með um 120 milljarða á einum degi. Samkvæmt samantekt BBC er þetta mesta lækkun á markaðsvirði eins félags á einum degi. Næst á eftir Facebook kemur Intel en þann 22. september árið 2000 lækkaði markaðsvirði félagsins um 91 milljarð dollara. Það skal þó tekið fram að samantekt BBC er ekki leiðrétt fyrir verðbólgu.

Fimm stærstu lækkanir í markaðsvirði í dollurum á einum degi:

  • 26. júlí 2018 - Facebook - 120 milljarðar $ - 19%
  • 22. september 2000 - Intel - 91 milljarður $  - 22%
  • 3. apríl 2000 - Microsoft - 80 milljarðar $ - 14,5%
  • 24 janúar 2013 - Apple - 60 milljarðar $ - 12%
  • 15 október 2008 - ExxonMobil - 53 milljarðar $ - 14%

Til að setja lækkun Facebook í samhengi má nefna að markaðsvirði McDonald's nemur 122 milljörðum dollara og General Electric 114 milljörðum. Á hinn bóginn má hins vegar benda á að hlutabréfaverð Facebook er á um að bil sama stað eftir lækkunina og það var í byrjun maí á þessu ári.

Stikkorð: Facebook Markaðsvirði
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim