Rannsókn framkvæmd af Breska verslunarráðinu sýnir að fjöldi þeirra aðila í viðskiptalífinu sem muni kjósa gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hefur dregist saman úr 60% í 54% milli mánaða. Fleiri hafa því hug á því nú að segja skilið við sambandið en áður.

Fylgi þeirra aðila innan viðskiptalífsins sem hyggjast kjósa með útgöngu úr Evrópusambandinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarið en þannig svöruðu 37% aðspurðra að þeir myndu kjósa með útgöngu fyrir tveimur mánuðum síðan.

90% þeirra sem svöruðu könnuninni nú sögðu ólíklegt að þeir myndu skipta um skoðun fyrir kosningarnar 23 júní.

Í viðtali við BBC fréttaveituna sagði Dr. Adam Marshall, framkvæmdarstjóri ráðsins að bilið væri augljóslega að minnka. Þrátt fyrir að meirihluti fólks í viðskiptalífinu kjósi enn að vera áfram í Evrópusambandinu hafi bilið milli fylkinganna minnkað umtalsvert undanfarnar vikur.