*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 13. nóvember 2017 11:33

PCC fær starfsleyfi á Bakka

Starfsleyfi fyrir kísilver við Húsavík gildir til ársins 2033, en það er fyrir allt að 66 þúsund tonna framleiðslu á ári.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrirtækið PCC BakkiSilicon hf. hefur fengið starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju sinni á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík.

Hyggst félagið framleiða hrákíslil sem er 98,5% hreinn, að því er kemur fram á vef stofnunarinnar en veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66 þúsund tonnum á árinu.

Mun félagið hafa nokkurn aðlögunartíma, eða til 30. júní árið 2020 til að uppfylla ítrustu kröfur um mengunarvarnir, en starfsleyfið sjálft gildir til 8. nóvember árið 2033.