Endurskoðunarfyrirtækið PwC hefur tekið fram úr Deloitte sem stærsta endurskoðunarfyrirtæki heims, en tekjur fyrirtækisins jukust um 10% á síðasta ári.

Tekjur fyrirtækisins á síðasta fjárhagsári voru 35,4 milljarðar dala, eða um 4.472 milljarðar króna

Fyrirækið er því orðið stærst af fjórum stærstu endurskoðunarfyrirtækjum heims, sem er stundum kallað the big four . Hin þrjú stóru fyrirtækin eru KPMG, Deloitte of Ernst & Young en fyrirtækin eru öll með starfsemi á Íslandi.