Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,03% í dag og endaði í 1.764,67 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 6,15% frá áramótum.

Lækkuðu hlutabréf í öllum fyrirtækjum sem verslað var með, mest í Marel upp á 1,73% í viðskiptum uppá 350 milljónir. Verð á hvert bréf nemur þá 255,50 krónum.

Næst mest lækkun var á verði bréfa Haga eða 1,67% í 52 milljón króna viðskiptum. Verð á hvert bréf nemur þá 47 krónum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rétt tæplega 1,2 milljarðar króna. Heildarvelt á skuldabréfamarkaði var rúmlega 2,2 milljarðar.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1% í dag í 1,2 ma. viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 1,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1,1 milljarða viðskiptum.