*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 30. apríl 2018 14:29

Risasamruni í smásölu

Sainsbury, næst stærsti matvörusali í Bretlandi hefur keypt Asda, dótturfélag Walmart, í Bretlandi.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

J Sainsbury, næst stærsti smásali í Bretlandi, mun taka yfir Asda dótturfélag Walmart í Bretlandi en búist er við að sameinað félag verði stærsti matvöruseljandi Bretlands miðað við markaðshlutdeild. Samanlagt ráða félögin nú yfir 33% markaðshlutdeild í dag að því er Financial Times greinir frá. 

Walmart mun fá 3 milljarða punda í reiðufé eða sem nemur 417 milljörðum króna og 42% hlut í sameinuðu félagi fyrir Asda sem var verðlagt á 7,3 milljarða punda samkvæmt samningnum. Walmart keypti Asda árið 1999 fyrir 6,7 milljarða punda. 

Hlutabréfaverð Sainsbury hefur hækkað um 17% síðan fregnir bárust af yfirtökunni en bréf Tesco, stærsta matvörusala í Bretlandi, hafa lækkað um 1%.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim