*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 13. júlí 2018 16:28

Rólegur dagur í kauphöllinni

Heildarvelta viðskipta dagsins í kauphöllinni nam einungis 436 milljónum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í viðskiptum í Kauphöllinni í dag lækkaði verð á hlutabréfum í Arion banka mest, eða um 4,09% í engum viðskiptum. Næst mest lækkaði verð á bréfum í Símans eða um 2,16% í 84 milljóna króna viðskiptum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam einungis 436 milljónum króna.

Mest hækkuðu bréf í N1 eða um 0,96% í 33 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkaði verð á bréfum í Sjóvá eða um 0,47% í 3 milljóna króna viðskiptum. 

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,55% í viðskiptum dagsins. 

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq