*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 12. október 2018 12:55

Segir upplýsingar um tekjur ólöglegar

Kvörtun hefur verið send til Persónuverndar vegna vinnslu og miðlunar upplýsinga um tekjur á nýjum vef RSK.

Ritstjórn
Björgvin Guðmundsson er einn eiganda KOM almannatengsla.
Haraldur Guðjónsson

Björgin Guðmundsson einn eiganda KOM almannatengsla hefur sent inn kvörtun til Persónuverndar vegna nýrrar upplýsingaveitu Ríkisskattstjóra. Segir Björgvin þetta í tísti á samfélagsmiðlinum Twitter en þess má geta að Björgvin er fyrrum ritstjóri Viðskiptablaðsins.

„Vinnsla og miðlun upplýsinga um tekjur allra Íslendinga er í mínum huga klárlega ólögleg. Ég hef lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd.“ Tilefnið er væntanlega tilkoma vefjarins tekjur.is sem opnaði í morgun. Uppfært. Ríkisskattstjóri bendir á að vefurinn er ekki á vegum embættisins eins og áður var sagt. Skattaskrá stofnunarinnar er opin allt árið.

Nú liggur fyrir þingsályktunartilla frá fimm þingmönnum Vinstri grænna, sem leiða ríkisstjórnina, um að allar álagningarskrár einstaklinga verði birtar rafrænt. Vilja þau Andrés Ingi Jónsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinnunn Þóra Árnadóttir að ráðherra leggi fram frumvarp þessa efnis fyrir lok næsta árs.

Samkvæmt ályktuninni yrðu allir álagðir skattar birtir rafrænt og yrðu aðgengilegir árið um kring, í stað núverandi skrár sem er einungis aðgengileg á pappírsformi og þá í nokkra daga. Tillagan hefur ekki hlotið þinglega meðferð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim