Arion banki hefur nálega helmingað eignarhlut sinn í Símanum með sölu á 150 milljónum hluta í félaginu. Nemur salan um 1,6% eignarhlut, en þeir voru seldir á genginu 3,28 krónur sem gerir um 490 milljón krónur fyrir hlutina.

Fyrir átti bankinn 3,85% hlut í félaginu sem gerði bankann að sjöunda stærsta hluthafa í Símanum að því er kemur fram í Fréttablaðinu . Önnuðust markaðsviðskipti Landsbankans milligöngu um viðskiptin en kaupendur voru dreifður hópur fjárfesta.

Á mánuðdag tók velta með bréf Símans mikinn kipp, en þá náði hún rétt tæpum 1,2 milljörðum króna í 45 viðskiptum, og hækkaði gengi bréfanna um 3,9%. Ársuppgjör Símans verður kynnt á morgun.