„Ég get staðfest að SMÁÍS hefur borgað,“ segir Wim Bekkers, framkvæmdastjóri NICAM í Hollandi í samtali við Viðskiptablaðið, en NICAM seldi árið 2007 skoðunarkerfi fyrir aldurs- og innihaldsmerkingar á kvikmyndum, tölvuleikjum og öðru efni til SMÁÍS.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í janúar á þessu ári þá hafði SMÁÍS hvorki greitt eingreiðslu sem kom til við kaupin né árlegar greiðslur vegna notkunar á kerfinu. Upprunalegi samningurinn var í gildi fram á sumar 2013 og hafði fimm og hálft ár því liðið án greiðslu frá SMÁÍS. Árlegar greiðslur áttu að nema um 3 þúsund evrum eða tæplega hálfri milljón króna.

Framkvæmdastjóri Nicam segist ánægður með að samskipti á milli aðila hafi komist á að nýju.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Forstjóri Century neikvæður á framtíð Helguvíkur
  • Hátt í átta þúsund vildu hlut í N1
  • Lögmaður segir að löggjöfin um skattlagningu kauprétta sé úrelt
  • Eigendur Orkuveitunnar vilja að nýtt félag sem verði til við uppskiptingu OR fái að gera upp í dollurum
  • Ætla að framleiða arinkubba úr hrossataði fyrir erlendan markað
  • Seðlabankastjóri telur verðbólguáhrif skuldaniðurfellinga verði meira en ráðgjafafyrirtækið Analytica telur að það verði
  • Við fjöllum um sportjeppann AudiQ3
  • Hollendingurinn Artur Reitsma segir almening hafa litla þekkingu á fjármálum.
  • Fjármálaráðherra leggur til að 20/50 reglan verði afnumin.
  • Óvíst hvort FME áfrýjar máli fyrrverandi framkvæmdastjóra Lifeyrissjóðs verkfræðinga
  • Freyr Gígja Gunnarsson, Magnús Halldórsson og Sölvi Tryggvason hafa komist í hann krappann á jólunum
  • Milljarða gjaldþrot Mest
  • Nærmynd af Jóhanni Ævari Grímssyni hjá Saga film
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um skráningu Íslandsbanka
  • Óðinn skrifar um bankaskatt og slitastjórnir
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira