Nú geta íslenskir lestrarhestar hlustað á íslenskan talgervil lesa upp texta. Raddgervlarnir Karl og Dóra eru fáanlegir í smáforritinu Voice Dream fyrir iOS-tæki.

Voice Dream er snjallsímaforrit sem býður fólki að versla íslensku raddirnar og nýta þær svo til upplestrar á texta í allskyns formi og skjalasniði.

Með Voice Dream er hægt að fá upplestur á bókum, skjölum og netsíðum með karlröddinni ‘Karl’ eða kvenröddinni ‘Dóru’. Einnig er hægt að vista upplesturinn sem hljóðsskrár, til að hlusta á seinna.

Raddirnar Dóra og Karl eru hluti af talgervlaverkefni sem Blindrafélagið hafði forgöngu um árið 2012 og er talgervilinn smíðaður með nýjustu tækni og mjög nákvæmur í framburði á flóknustu orðum, orðasamböndum og setningagerðum.

Þá má gera ráð fyrir að Voice Dream nýtist námsmönnum vel sem geta hlustað á námsbækur á ferðinni, þeim sem kjósa frekar að hlusta, eiga erfitt með lestur svo eitthvað sé nefnt.