*

fimmtudagur, 23. maí 2019
Erlent 21. nóvember 2016 14:27

Suður-Afríka hyggst setja lágmarkslaun

Ríkisstjórn Suður-Afríku hyggst setja lágmarkslaun að andvirði 28 þúsund íslenskra króna eða 3,500 randa innan tveggja ára.

Ritstjórn
epa

Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur ákveðið að setja á lágmarkslaun. Lágmarkslaunin eru 3,500 rönd eða því sem jafngildir um það bil 28 þúsund íslenskum krónum. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

48% af vinnandi Suður-afríkubúum eru með laun sem eru lægri en 3,500 rönd. Lágmarkslaunin voru sett á til þess að skera herör gegn fátækt og misskiptingu.

Hins vegar hafa gagnrýnendur bent á að launin gætu haft þveröfug áhrif og að atvinnuveitendur gætu ekki staðið straum af launakostnaði. Ríkisstjórnin vill koma laununum á innan tveggja ára.

Atvinnuleysi í Suður-Afríku er 25% um þessar mundir og umræðan um lágmarkslaun er viðkvæmt umtalsefni. Sérfræðingar hafa til að mynda bent á að launin séu einungis fjórðungur þeirra launa sem þarf til þess að framfleyta fjölskyldu í Suður Afríku.

Einnig hefur ákvörðunin verið gagnrýnd á þeim grundvelli að hún hyglir fyrirtækjum á kostnað almennings. Hins vegar segir ANC flokkurinn sem er við stjórnvölinn í S-Afríku, lágmarkslaunin vera: „Raunhæfa lausn byggða á haldbærum gögnum.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim