Undanfarin sjö ár hafa félagsmiðlar heldur betur sótt í sig veðrið sem fréttamiðlar almennings, en nú hefur hins vegar mjög hægst á þeirri þróun, hún jafnvel tekið að ganga til baka.

Það sést vel á línuritinu að ofan, þar sem sýnt er hlutfall þeirra sem notuðu félagsmiðla sem fréttalind í vikunni.

Í Bandaríkjunum var vöxturinn t.d. harla jafn, fór úr 27% árið 2013 í 51% í fyrra, en hefur í ár lækkað skart niður í 45%. Þróunin annars staðar er á svipaða lund, með misjöfnum hætti þó. Þarna munar langmestu um breytta notkun Facebook. Heildarnotkunin hefur verið nær óbreytt frá 2015, en mjög gefið eftir hvað fréttirnar áhrærir.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .