IFS Greining hefur farið yfir helstu forsendur rekstrarspár auk spá Fjarskipta um samlegðaráhrif vegna kaupanna á 365 miðlum. Í virðismati sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum kemur fram að mikill ávinningur er væntur vegna kaupa Vodafone á 365 miðlum. IFS Greining gerir ráð fyrir að virðismatsgengi bréfa í Vodafone sé 72,6 krónur á hlut og að gengið farið upp í 81,1 krónu á hlut eftir tólf mánuði.

Í virðismatinu metur fyrirtækið svo að kaupin gangi snuðrulaust fyrir sig á árinu 2017 og að samlegðaráhrifin komi fram eins og Fjarskipti áætlar. Tekjur sameinaðs félags eru áætlaðar 22 milljarðar og áætluð EBITDA er um 4,5 milljarðar árið 2018 og 5 milljarðar króna árið 2019. Kaupverð er 3.125 til 3.275 milljónir.

Lægri rekstrarkostnaður

Samkvæmt áætlunum stjórnenda Fjarskipta koma um  90% samlegðaráhrifunum til vegna væntinga um lægri rekstrarkostnað og að sparnaður í tæknimálum verði um 600 milljónir króna á ári. Það fylgir að mati IFS Greiningar nokkur óvissa hvort að samlegð náist - en þau telja þó forsendur fyrir að félagið nái samlegðinni þar sem að 365 og Vodafone eru ekki ólík í uppbyggingu og mörg svið skarast.

Gengi hlutabréfa Vodafone stóð í 61,5 krónum eftir við lokun markaða í gær. Gengi bréfa félagsins hækkaði um rúmlega 4 prósentustig í gær.