Samkeppnisumhverfi fyrirtækja á Íslandi tekur stöðugum breytingum með tilkomu nýrra samkeppnisaðila, nýrra vara og nýrrar tækni. Þetta var meðal þess sem um var fjallað á morgunverðarfundi Advania um öflugri vopn í aukinni samkeppni á markaði.

Þar kom einnig fram að það sé mikið hagsmunamál fyrir rekstraraðila að auka samkeppnishæfi sína og bæta þjónustu. Ein leið til þess er setja upp netverslun svo að viðskiptavinir geti keypt vörur og þjónustu allan sólahringinn.

Hins vegar kom fram á morgunverðarfundinum að það væri algengur misskilningur að vefverslun stuðli að fækkun stöðugilda, og þá einkum sölumanna, en í reynd er það svo að vefverslanir breyta hlutverki sölumanna og gerir þeim í kjölfari kleift að verja meiri tíma til að veita viðskiptavinum sínum þjónustu.

Haft er eftir Jón Inga Einarssyni, framkvæmdastjóra Ekrunnar sem var einn mælendanna á fundinum, að fyrirtækið hafi náð sölumarkmiðum vefverslunarinnar mjög snemma eftir að hún var sett á laggirnar. Aðrir mælendur tóku undir með Jóni um það að þeir hefðu jákvæða reynslu af innleiðingu vefverslanna.

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, sagði einnig á fundinum að íslenskt samkeppnisumhverfi komi til með að breytast talsvert sér í lagi vegna komu bandaríska smásölurisans Costco.