*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 18. júlí 2016 13:10

Von Tetzhner fjárfestir í Hringbraut

Jón Von Tetzhner hefur keypt stóran hlut í Hringbraut. Hann gerist þar með annar stærsti hluthafinn.

Ritstjórn
Jón í frumkvöðlasetrinu Innovation House
Haraldur Guðjónsson

Fjárfestirinn Jón Von Tetzhner, oft kenndur við Operu vafrann, hefur fjárfest í fjölmiðlafyrirtækinu Hringbraut. Þetta kemur fram á vef Hringbrautar. Með kaupunum verður Jón annar stærsti hluthafi félagsins.

Jón hefur fjárfest í ýmsum fyrirtækjum á Íslandi. Arna, Hringdu, Dohop, Spyr.is, og Innovation House eru meðal þessara fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að að fleiri hluthafar berist í hópinn. Guðmundur Örn Jóhannsson, einn af eigendum Hringbrautar, tekur aðkomu Jóns fagnandi.

Fyrirtækið flutti nýverið í rúmgott húsnæði á Eiðistorgi, en til gamans má geta að Innovation House er einnig staðsett á Eiðistorgi. Gera má ráð fyrir skemmtilegri þróun stöðvarinnar, sem er nú þegar orðin ein sú vinsælasta á landinu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim