Wow air hefur hætt starfsemi að því er kemur fram á heimasíðu félagsins . Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Félagið stöðvaði í nótt öll flug og sagði unnið að því að ljúka hlutafjáraukningu. Nú er ljóst að það tókst ekki og líklega rúmlega þúsund strandaglópar vestanhafs því ekkert flug barst þaðan í nótt.

Farþegum er bent á að þeir kunni að eiga möguleika á ódýrari flugmiðum hjá öðrum flugmiðum vegna skyndilegra endaloka Wow air og þá hafi þeir ólíkan rétt eftir því hvort þeir hafi pantað sér alferð. Farþegar sem greitt hafi með kreditkorti er bent á að það kunni að eiga rétt á endurgreiðslu.

Jafnframt að þeir farþegar sem hafi pantað sér ferð með ferðaþjónustufyrirtæki séu verndaðir af Evrópureglugerð og þeim bent á að hafa samband við ferðaþjónustuna til að fá aðra flugferð. Sama eigi við um þá sem hafi keypt tryggingu við sitt tryggingarfélag.

Þá kunna farþegar að eiga rétt á að krefja Wow air um endurgreiðslu, eða þá lýsa kröfu í þrotabú sé félag gjaldþrota. Lokst er bent á að fylgjast með málum á síðum Samgöngustofu, Keflavíkurflugvallar, Wow air og á viðkomandi flugvöllum.