*

fimmtudagur, 24. janúar 2019
Innlent 3. nóvember 2015 09:57

WOW air óstundvísasta félagið, þriðja mánuðinn í röð

EasyJet stundvísasta félagið, bæði við brottfarir og komur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Dohop hefur tekið saman tölur um stundvísi flugfélaga sem fljúga mest frá Keflavík. Dohop notar tölur frá Isavia en sóttar eru upplýsingar um áætlaða brottfarar- og komutíma einstakra fluga í september og þær tölur bornar saman við raunverulegan tíma brottfara og koma.

Þriðja mánuðinn í röð var WOW air óstundvísasta félagið. 65% brottfara WOW air voru á réttum tíma og meðaltöf rúmlega  35 mínútur, 57% komur WOW voru á réttum tíma og meðaltöf  var um 36 mínútur.

EasyJet var stundvísast bæði við komur og brottfarir

Icelandair var með 75% brottfara á réttum tíma og meðaltöf var tæpar 9 mínútur, 71% komufluga voru á réttum tíma og meðaltöf var rúmlega 10 mínútur. EasyJet var með 77% brottfara á réttum tíma og meðaltöf var rúmlega 10 mínútur, hlutfall komu á réttum tíma voru 82% og meðaltöf var tæpar  mínútur.

Aðeins voru felld niður tvö flug í september, bæði hjá Icelandair.