Mánudagur, 30. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Yfirmenn Burberry gera kostakaup

13. september 2012 kl. 18:30

Kaup hóps yfirmanna Burberry gerðu lítið til þess að róa fjárfesta. Hlutabréf Burberry lækkuðu um 21% á einum degi.

Eftir að breska tískuvörufyrirtækið Burberry gaf út afkomuviðvörun ákváðu margir fjárfestar að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu. Þrátt fyrir það sáu margir tækifæri að kaupa hlut í fyrirtækinu á lágu verði.

Í hópi þeirra sem sáu færi á því að gera kostakaup var hópur yfirmanna hjá Burberry en þeir eyddu meira en 1 milljón punda í kaup á hlutabréfum í fyrirtækinu. Þar á meðal framkvæmdastjórinn Angela Ahrendts sem keypti 50 þúsund hluti á verðinu 10,86 pund á hlut.

Þessar fregnir gerðu lítið til þess að róa fjárfesta því hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu enn meira eða um 21% í það heila og stóðu í 10,72 pund á hlut í lok dags.Allt
Innlent
Erlent
Fólk