Þegar Austin Butler lauk hlutverki sínu sem hinn sögufrægi söngvari Elvis Presley hafði hann dottið svo djúpt í hlutverkið að hann þurfti að ráða talþjálfara til að venja sig af hreim goðsagnarinnar. Hann virðist hafa náð því markmiði og er nú kominn aftur á skjáinn í splunkunýrri þáttaröð.

Masters of the Air er níu þátta sería á vegum APPLE TV+ og er meðal annars framleidd af Tom Hanks og Steven Speilberg.

Þættirnir eiga sér stað á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og eru mjög svipaðir Band of Brothers og The Pacific. Að þessu sinni er hins vegar fylgst með flugmönnunum sem börðust í háaloftunum og sýnir bæði raunveruleikann og manntjónið sem fylgir því lífi. Að sögn WSJ eru þættirnir svo raunverulegir að áhorfendur munu sitja heima þakklátir fyrir að vera ekki staddir í þeim aðstæðum.

Aðalframleiðandi þáttanna er John Orloff og eru þeir byggðir á samnefndri bók Donald L. Miller. Fylgst er með flugmönnum 100th Bomb Group og byrja þættirnir á herstöð á Englandi árið 1943. Um leið og árásir þeirra á kafbátaverksmiðjur byrja fer öll hetjudáðin út um gluggann þegar Þjóðverjarnir byrja að skjóta á flugvélar þeirra.

Margir gagnrýnendur hafa sagt að Masters of the Air sýni mun raunverulegri hlið af stríðinu en fáar kvikmyndir eða þættir sýna þann hrylling sem átti sér stað í 25 þúsund feta hæð og þessir.

„Bandarísku sprengjuflugmennirnir börðust gegn nasistunum í B-17 flugvélum sínum sem öðlaðist nýtt viðurnefni vegna manntjónsins sem átti sér stað um borð í þeim. Hættulegar sprengjuárásir, frostmark, voðinn og sorgin sem sjáum stundum til einskis. Við þetta bætist sú staðreynd að í Masters of Air eru leikarar sem, ólíkt svo mörgum stjörnum í svo mörgum myndum, líta út fyrir að vera nógu ungir til að hafa barist í seinni heimsstyrjöldinni og er því lærdómurinn mun átakameiri.“