Í fjármálamola dagsins fræðumst við um lán. Hvernig virka lán, geta allir tekið lán og afhverju tekur fólk lán?

Það hafa flestir fengið eitthvað í láni. Hvort sem það er flík, leirtau fyrir stórar veislur eða lánað strokleður í skóla. Einstaklingar eru þó misgóðir í því að skila því sem þau fengu að láni.

Lán hjá lánastofnun er ekkert svo ósvipað. Þú færð pening lánaðan frá stofnuninni sem þú þarft svo að skila seinna. Hins vegar, til að lánastofnunin tryggi að einstaklingar skili peningnum til baka, þá tryggir stofnunin lánið með veði í eign sem þú átt.

Ofan á lántökugjaldið leggjast vextir. Það þýðir að sú upphæð sem þarft að borga stofnunni til baka mun alltaf vera hærri en upphæðin sem þú fékkst að láni.

Þegar einstaklingar taka lán gera þeir lánssamning við sína lánastofnun um upphæð lánsins, tegund þess, lánstíma, tegund greiðsla og vexti. Til þess að taka lán þarf standast greiðslumat hjá lánastofnunni, sé lánið hærra en 2.000.000 kr.

Ástæðurnar fyrir því að fólk tekur lán eru margar. Margir taka t.d. lán til að fjármagna fasteignakaup, bílakaup eða námsgjöld svo eitthvað sé nefnt.