Sjávarútvegsdagurinn var haldinn í tíunda sinn í dag í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins. Yfirskrift dagsins í ár var Nýsköpun í sjávarútvegi.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, var fundarstjóri og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði gesti.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var þá með erindi um nýsköpun, lífskjör og samkeppnishæfni og Jónas Gestur Jónasson hjá Deloitte gerði grein fyrir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldis árið 2022.

Hægt er að horfa á fundinn í heild í spilaranum hér fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má finna myndir sem Anton Brink ljósmyndari tók af fundargestum.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, flutti ávarp um nýsköpun, lífskjör og samkeppnishæfni.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sá um setningu fundarins, var fundarstjóri og tók fundinn saman.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Jónas Gestur Jónasson hjá Deloitte flutti erindi um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldis árið 2022.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði ráðstefnugesti.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og Jónas Gestur Jónasson hjá Deloitte.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, var meðal viðstaddra.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, og Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte, sátu hlið við hlið.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fylgdist vel með.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður Áslaugar Örnu, var í för með ráðherranum.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Heiðrún Lind, Jónas Gestur og Áslaug Arna í góðum gír.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, létu sjá sig.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Það gerði Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, líka og ræddi við Guðmund Kristjánsson í Brim - sem snýr baki í myndavélina.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, lét sömuleiðis sjá sig.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og formaður Landssambands fiskeldisstöðva, í góðum félagsskap.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
Fundargestir fylgdust vel með.
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)
© Aðsend/Anton Brink (Aðsend/Anton Brink)