*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 5. júlí 2016 14:30

0,5% munur á Framsókn og Viðreisn

Munur á fylgi Framsóknarflokks og Viðreisnarflokks er ómarktækur samkvæmt mælingum Kosningaspár.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Aðeins 0,5% munur er á fylgi Viðreisnar og Framsóknarflokksins ef marka má greiningu og mælingar vefsins Kosningaspá. Framsóknarflokkurinn mælist þá með 10% en Viðreisn með 9,5%. Þetta er innan skekkjumarka. Enn eru Píratar með mest fylgi allra flokka í framboði, um 28%, en Sjálfstæðisflokkurinn með næstmest fylgi, 23%.

Þá er fylgi Vinstri grænna 16,1%, fylgi Samfylkingar rúmlega 8%, en Björt Framtíð, Dögun og Alþýðufylkingin eru samtals með um 4,4% atkvæða. Fylgi Dögunar og Alþýðufylkingar eru þó, rétt eins og munurinn á Framsókn og Viðreisn, bæði innan skekkjumarka - með 0,1% og 0,5%.

Kosningaspá leitast að því að taka upplýsingar sem skoðanakannanir leiða í ljós og vinna þær svo úr þeim verði einskonar heildarmynd. Það er Baldur Héðinsson sem sér um vefinn Kosningaspá, en spáin er unnin í samvinnu við Kjarnann. Smella má hér til þess að skoða vef Kosningaspár nánar.