Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,4% og er 5.442 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nemur 1,5 milljarði króna.

Á sama tíma eru helstu vísitölur grænar, samkvæmt upplýsingum frá Euroland, sem má rekja til hækkana á Wall Street síðasta föstudag og í Asíu, ef marka má frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

Atlantic Petroleum hefur hækkað um 3,7%, Marel hefur hækkað um 0,9%, Atorka hefur hækkað um 0,7%, Össur hefur hækkað um 0,6% og Teymi hefur hækkað um 0,5%.

365 hefur lækkað um 2%, FL Group hefur lækkað um 1,4%, Spron hefur lækkað um 1,3%, Landsbankinn hefur lækkað um 1% og Bakkavör hefur lækkað um 0,4%.

Gengi krónu stendur í stað er 125,8 stig við hádegi.