Þeir sem eiga svokallaðar aflandskrónur hafa komið þeim til Íslands framhjá gjaldeyrishöftum með því að kaupa skuldabréf sem innlend eignarhaldsfélög gefa út.

Í reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál hefur verið undanþága sem felur í sér heimild erlendra fjármálafyrirtækja til að kaupa fjármálagerninga, eins og skuldabréf, í krónum með úttektum af svokölluðum Vostro-reikningum sem geyma aflandskrónur.

„Síðan hefur komið í ljós að það var einhver misnotkun þarna,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í gær þegar hann kynnti stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar.

Þessi leið hefði verið leyfð til þess að þessar aflandskrónur lægju ekki algjörlega dauðar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .