„Því má ekki gleyma að íslensku bankarnir eru agnarsmáir í alþjóðlegum samanburði,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans í viðtali í Viðskiptablaðinu. „

Ef menn eru með rómantík um að þeim eigi að skipta upp og hér eigi að vera mörg fjármálafyrirtæki þá verður bankakerfið einfaldlega dýrara. Auðvitað þarf að horfa á samkeppnina en við verðum líka að horfa á samkeppnishæfni þjóðarinnar til lengri tíma. Stórir aðilar verða að geta fengið þjónustu hratt og örugglega, við getum ekki bara setið og beðið þess að erlendir fjármálamarkaðir rétti úr kútnum,“ segir Steinþór Pálsson í viðtali við Viðskiptablaðið, þegar talið berst að íslenska bankakerfinu og samkeppnisaðstæðum í dag.

Hægt er að lesa ítarlegt viðtal við Steinþór í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.