Fransk-hollenska flugfélagið Air France-KLM á nú í viðræðum við eigendur ítalska flugfélagsins Alitalia um kaup á síðarnefnda félaginu fyrir.

Það er Messaggero blaðið í Róm sem greinir frá þessu í morgun án þess þó að gefa upp heimildarmenn sína. Í frétt blaðsins kemur fram að stefnt sé að því að klára kaupin á Alitalia fyrir sumarið.

Alitalia er í eigum fjárfestingafélagsins CAI sem keypti þrotabú félagsins árið 2008. Alitalia hafði þá farið í þrot og var í gjaldþrotameðferð, þó svo að flugstarfsemi félagsins héldi áfram á þeim tíma.

Nú er rétt að hafa í hug að Air France-KLM á fjórðungshlut í CAI félaginu og á þar með hlut í Alitalia í gegnum félagið. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem fjallað hefur verið um vangaveltur um það að félagið hyggist eignast Alitalia en í maí sl. sögðust stjórnendur félagsins vilja bíða í nokkur ár með það.

Samkvæmt frétt Messaggero hefur Air France-KLM þó boðið öðrum hluthöfum CAI um 20% ávöxtun í bréfin sem aðrir hluthafar keyptu Alitalia á árið 2008, en talið er að CAI hópurinn hafi aðeins greitt um 1 milljarð evra fyrir ítalska félagið. Hluthöfum verða boðin bréf í Air France-KLM.