*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 6. júní 2020 12:31

Albert dregur framboð sitt til baka

Albert Jónsson, sjálfstætt starfandi viðskiptafræðingur, hefur dregið framboð sitt til stjórnar Haga til baka.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Albert Jónsson, sjálfstætt starfandi viðskiptafræðingur, hefur dregið framboð sitt til stjórnar Haga til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Aðalfundur félagsins fer fram þann 9. júní næstkomandi.

Eftirtaldir aðilar eru þá í framboði til stjórnar félagsins á fundinum, sbr. tilkynningu fyrr í dag:

  • Davíð Harðarson, fjármálastjóri Nordic Visitor
  • Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri Slippsins á Akureyri
  • Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður hjá LMB Mandat slf.
  • Jensína Kristín Böðvarsdóttir, ráðgjafi hjá Valcon consulting
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, eigandi Kría konsulting ehf.
  • Rósalind Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Guðmundar ehf.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum.