Algengt að forsætisráðherrar taki þátt í færri umræðum , segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann deildi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um það hversu oft forsætisráðherra hafi tekið þátt og svarað sérstökum umræðum.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi Sigmundur fyrir slaka þátttöku í sérstökum umræðum. Hann sagði:

„Góð stjórnmál snúast um góð samskipti. Samskiptavandi gerir þetta þing verra en það þarf að vera,“ sagði hann og sagði Sigmund tregan til andsvara. Hann áréttaði mikilvægi sérstakra umræðna, þær séu yfirgripsmeiri en óundirbúnar umræður á Alþingi.

Sigmundur benti á móti á að sér þætti sérstökum umræðum hafa verið ágætlega sinnt í gegnum tíðina og Björt framtíð fengið átta af þeim tólf sem þingmenn hafi beðið um.

Sigmundur benti á að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra 2009 til 2013, hafi að meðaltali tekið þátt í þremur sérstökum umræðum á ári á síðasta kjörtímabili og taldi sig geta gert betur.