Amazon mun setja í loftið nýja tónlistarveitu í sumar, en frá þessu er meðal annars greint á vef Business Insider. Fyrirtækið mun dreifa tónlist sem er sex ára og eldri og verður tónlistin ókeypis fyrir alla Prime-áskrifendur hjá Amazon.

Tónlistarveitan verður ekki jafn stór og aðrar fyrr tónlistarveitur eins og Spotify og Pandora en með því að setja tónlistarveituna í loftið er ætlunin að fjölga áskrifendum í Prime þjónustunni. Þeir áksrifendur verja að meðaltali helmingi meira fé en aðrir í kaup á vefnum.

Business Insider segir að samkeppnin í tónlistaveitu sé sífellt að verða meiri með hverjum degi sem líður.