*

laugardagur, 29. janúar 2022
Erlent 7. ágúst 2020 09:15

Auðugir flytja gull út úr Hong Kong

Fjárfestar hafa flutt um 10% af gulleignum sínum úr Hong Kong vegna þjóðaröryggislaga sem voru innleidd í síðasta mánuði.

Ritstjórn
epa

Fjárfestar frá Hong Kong hafa byrjað að flytja gull út úr héraðinu í auknum mæli vegna mótmæla og innleiðingu kínverskra stjórnvalda á nýjum þjóðaröryggislögum í síðasta mánuði. Financial Times segir frá.

Fjárfestar hafa fært allt að 10% af gulleignum sínum úr Hong Kong til annarra landa líkt og Singapúr og Sviss á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt Joshua Rotbart sem á gullmiðlarastofuna J.Rotbart & co., sem er staðsett í Hong Kong.

Sjá einnig: Gullverð ekki hærra síðan 2011

„Margir viðskiptavinir okkar telja Hong Kong vera áhættusamara heldur en önnur umdæmi í dag,“ er haft eftir Rotbart. Hann segist hafa séð tafarlaus viðbrögð frá íbúum Hong Kong sem vildu geyma gullið sitt annars staðar í kjölfar þjóðaröryggislaganna. 

Sumir viðskiptavinir hans hafa einnig orðið áhyggjufullir yfir aukinni glæpatíðni í borginni. Innbrotum fjölgaði um 47% á fyrri helmingi 2020 úr 786 í fyrra í 1.156 í ár.